Úthlutun úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar úthlutaði nýlega fimm milljónum króna til fjögurra verkefna. Þetta var þriðja og síðasta úthlutun Vaxey á þessu ári. Verkefnin eru fjölbreytt, en athygli vekur að 3 af 4 verkefnum sem hlutu stuðning að þessu sinni eru úr Dalvíkurbyggð. Það var því vel við hæfi að formleg úthlutun skyldi fara fram í Bergi, nýja menningarhúsinu á Dalvík, þann 28. október sl.

Verkefnin sem hlutu stuðning að þessu sinni eru:

Ektafiskur: Tilbúnar vörur úr söltuðum afskurði 1.500.000

Sportferðir ehf: Köfunarmiðstöðin Hjalteyri 1.500.000

Bergmenn ehf.: Arctic Heli Skiing II 1.000.000

Bílaklúbbur Akureyrar: Ökugerði – akstursíþróttasvæði 1.000.000

 

Frekari upplýsingar um verkefnin veita fyrirtækin sem skrifuð eru fyrir hverju verkefni fyrir sig og veita þeim forstöðu.

Vaxey mun auglýsa aftur eftir verkefnum í janúar á nýju ári.