Félags- og skólaþjónustan ÚtEy í samstarfi við leikskóla í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði og Siglufirði fengu úthlutað 250.000 kr styrk frá Menntamálaráðuneytinu úr Þróunarsjóði leikskólanna út á væntanlegt samstarfverkefni sem ber heitið ,, Stærðfræðin í leik og starfi leikskólans". Umsjónarmaður verkefnisins er Þóra Rósa Geirsdóttir, kennsluráðgjafi.
Úthlutun úr þróunarsjóði er mikil viðurkenning á því starfi sem ætlað er að vinna.
Stærðfræðin í leik og starfi leikskólans
Verkefnið byggir á því að flétta þætti stærðfræðinnar markvisst og sýnilega inn í starf og námssvið leikskólanna. Unnið verður með rúmfræði og mælingar (mynstur, lengd, þyngd, flötur, rúm, tími) og með reikniaðgerðirnar fjórar út frá lausnaleit á talnasviðinu 1-10. Áherslan í stærðfræðinni verður á verklega hlutbundna vinnu, hugtök í máli og myndum og munnlega tjáningu. Ekki verður lögð áhersla á táknmál stærðfræðinnar að öðru leiti en að lesa úr tölustöfunum 1-10 og forma þá. Stærðfræðin verður tengd markvissri málörvun, tónlist, sköpun, náttúrurskoðun og umhverfisfræðslu. Gert er ráð fyrir að vinnan með stærðfræðina verði hluti af hefðbundinni þemavinnu leikskólanna sem snýr að hausti, vetri og vori.
Verkefnið tengir en frekar leik- og grunnskóla saman í eina heild. Stærðfræðinni hættir til að vera afmarkað verkefni í grunnskóla og falinn hluti af námi leikskólabarna. Þekking leikskólakennara á stærðfræði ungra barna og markvisst átak til að efla þann þátt skólastarfsins er lóð á vogarskálarnar í þá átt að efla og styrkja þekkingu barna á sviðið stærðfræðinnar og þá sem hluta af daglegu lífi og umhverfi öllu.