HITAVEITA DALVÍKUR
ÚTBOÐ
1. Stofnlögn Brimnesborgir - Hamar.
Hitaveita Dalvíkur óskar eftir tilboðum í lagningu stofnlagnar hitaveitu milli Brimnesborga á Árskógsströnd og Hamars, sunnan Dalvíkur.
Helstu magntölur eru:
Skurðgröftur og fylling í þá um 9.200 m
Lagning foreinangraðra stálpípna DN150 mm um 9.200 m
Lagning ljósleiðara um 9.200 m
Skiladagur verksins er 30. sept. 2007.
Útboðsgögn verða seld á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík á kr 5.000,- frá og með miðvikudeginum 2. maí 2007. Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík, eigi síðar en mánudaginn 14. maí 2007 kl 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
2. Dreifikerfi Svarfaðardal
Hitaveita Dalvíkur óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis hitaveitu í Svarfaðardal, frá dælustöð við Hamar og að Syðra-Hvarfi og Þverá.
Helstu magntölur jarðvinnu eru:
Skurðgröftur og/eða fræsing, ásamt fyllingu. um 9.500 m
Lagning foreinangraðra stálpípna um 4.800 m
Plæging foreinangraðra plastlagna (PEX) um 14.000 m
Lagning ljósleiðara um 11.000 m
Skiladagar verksins eru: 30. sept. 2007 .
Útboðsgögn verða seld á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík á kr 5.000,- frá og með miðvikudeginum 2. maí 2007. Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík, eigi síðar en mánudaginn 14. maí 2007 kl 11:30 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Hitaveita Dalvíkur.