Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í skólum sveitarfélagsins frá og með skólaárinu 2022-2025. Um er að ræða Dalvíkurskóla, samtals um 270 nemendur/starfsmenn og Árskógarskóla sem er leik – og grunnskóli, og þar eru samtals um 60 nemendur/starfsmenn.
Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem afhent verða í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með fimmtudeginum 7. apríl. Tilboðum skal skilað í Ráðhús Dalvíkurbyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 10. maí, kl. 12.45 og verða þau þá opnuð sama dag kl. 13:00 í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsinu að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar
Ráðhúsinu, 620 Dalvík.