Í gær var tilkynnt um 10 bestu myndir ljósmyndasamkeppni Dalvíkurbyggðar að mati dómnefndar. Dómnefnd raðaði þessum myndum í 10 sæti og fékk hver og einn þátttakandi glaðning frá styrktaraðilum samkeppninnar. Styrktaraðilar voru Húsasmiðjan, Samkaup Úrval, Dagsform, Sundlaug Dalvíkur og Ektafiskur.
Efnt var til ljósmyndasamkeppni Dalvíkurbyggðar vegna 10 ára afmælis sveitarfélagsins. Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla og Menningarráð Eyþings ásamt Rarik styrktu samkeppnina. Opnuð hefur verið sýning á 10 bestu myndunum á hafnarbakkanum.
Úrslit ljósmyndasamkeppninnar var eftirfarandi.
- Fanney Davíðsdóttir Davíð Stefánsson á sjó fyrir utan Dalvík
- Gunnlaugur Sölvason Framnes
- Gunnlaugur Sölvason Látraströnd í eftirmiðdagssólinni
- Kristján Eldjárn Hjartarson Garnalækur
- Fanney Davíðsdóttir Fallegt í Vámúlanum
- Guðný Jóna Þorsteinsdóttir Gamli tíminn í nútímanum - Páll Kristinsson
- Friðjón Árni Sigurvinsson Framnes í miðnætursól júlí 2008
- Guðný S. Ólafsdóttir braggi austur á sandi við Dalvík 2008
- Atli Þór Friðriksson Hundurinn Svala nóv 2005
- Guðný Jóna Þorsteinsdóttir Á tækniöld - Græjur í góðum gír austur á sandi