Í fiskidagsvikunni sjá félagsmenn í Dalvík/Reyni um gæslu og innheimtu á tjaldsvæðinu eins og undanfarin ár. Hægt er að ná í gæslufólk í síma 625-1881. Athugið að því miður þá var rangt símanúmer prentað í fiskidagsblaðið og er þetta því hið rétta númer.
Tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar í Fiskidagsvikunni:
Hægt er að leggja húsbílum, vögnum og tjalda á svæðum við tónlistarskólann, Víkurröst, umhverfis sparkvöllinn og við Dalvíkurskóla. Fjórar akstursleiðir eru að tjaldsvæðum.
1. Tjaldsvæði við Ásgarð: Við bæjarmörkin, áður en komið er að Olís. Ekið er inn á það svæði norðan við Ásgarð. Gott svæði fyrir stærri tæki. Þar er þó hvorki heitt vatn né aðgangur að rafmagni.
2. Tjaldsvæði Dalvíkur með rafmagni og þjónustubyggingu. Ekið er inn á mótsvið Olís.
3. Tjaldsvæði Dalvíkur norðan við aðal tjaldsvæði. Ekið er inn á tjaldsvæði frá Svarfaðarbraut.
4. Tjaldsvæði sunnan og ofan við sundlaug: Hægt verður að komast þangað frá Böggvisbraut.