Fimmtudaginn, 23. september, kl. 17:15 verður haldinn kynningarfundur fyrir áhugasama um Gamla skóla.
Fundurinn verður í Upsa, fundarsal á 3. hæð Ráðhúss Dalvíkur. Þar mun vinnuhópur um Gamla skóla fara yfir stöðuna á verkefninu um endurbyggingu Gamla skóla, flutning byggðasafnsins, uppsetningu fuglasýningarinnar og anddyri Friðlands Svarfdæla.
Enn vantar hugmyndir um hlutverk eða nýtingu á elsta hluta húsnæðisins og eru íbúar hvattir til að koma á fundinn til skrafs og ráðagerða.
Allir áhugasamir velkomnir.
Vinnuhópur um Gamla skóla:
Katrín Sigurjónsdóttir
Kristján E. Hjartarson
Rúna Kristín Sigurðardóttir