Ungmennaráðstefna, undir yfirskriftinni Ungt fólk og lýðræði, verður haldin á Akureyri dagana 4. og 5. mars 2009 á Hótel KEA. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt. Ungmennaráð starfa á vegum margra félagasamtaka og sveitarfélaga, en ráðstefnan er einnig ætlum umsjónarmönnum ráðanna og öðrum sem áhuga hafa á lýðræðislegri þátttöku ungs fólks.
Þátttökugjald fyrir hvern einstakling er 15.000.- krónur og í því er allur ferða-og uppihaldskostnaður innifalinn hvaðan sem fólk kemur af landinu.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ungmennafélagið Íslands í síma 568-2929 og á netfanginu gudrun@umfi.is