Í dag, miðvikudaginn 7. mars, var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar hér í Árskógarskóla. Keppendur voru þrír að þessu sinni. Það er skemmst frá því að segja að öll þrjú stóðu sig með mikilli prýði og skiluðu textum sínum mjög vel frá sér. Það er þó þannig að í keppninni er aðeins einn sem sigrar og að þessu sinni var það Þórður Elí Ragúels sem bar sigur úr bítum og verður hann fulltrúi Árskógarskóla í lokakeppninni sem fram fer í Ólafsfirði þann 15. mars. Aðrir keppendur voru Arnór Daði Gunnarsson og Linda Björk Arnardóttir. Dómarar að þessu sinni voru Kristrún Sigurðardóttir, Lilja Stefánsdóttir og Sigfríð Valdimarsdóttir.