Síðasta föstudagskvöld fór fram í félagsmiðstöðinni Pleizinu, undankeppni söngkeppni Samfés. Sigurvegarar kvöldsins keppa á Akureyri í Norðurlandskeppni í kvöld og ef þau komast áfram þá keppa þau á lokakeppninni í Laugardagshölliinni í Reykjaví föstudagskvöldið 5. mars n.k.
Fimm atriði kepptu til úrslita :
Elvar Óli, Haraldur Örn og Arnór Daði sungu þjóðhátíðarlag eyjamanna 2001, „Lífið er yndislegt“
Júlíus Friðriksson söng „Hirósíma“ (Bubbi Mortens/Utangarðsmenn).
Gyða Jóhannesdóttir og Copy/Paste fluttu frumsamið lag sem heitir „Skinkurokk“
Magdalena og Signý sungu lagið „Ó María“
Aníta, Sólrún, Andrea og Ásdís sungu „Ekkert sem breytir því“ (Sálin hans Jóns míns)
Svo fór að hljómsveitin Copy/Paste og Gyða Jóhannesdóttir báru sigur úr býtum og taka því þátt í Norðurlandskeppninni í kvöld.
Gyða leikur á bassa í laginu en með henni í hljómsveitinni eru Dagur, Arinbjörn og Kristinn sem allir leika á gítar og Valþór sem leikur á trommur.
Að lokinni sögnkeppninni var opið hús í félagsmiðstöðinni og íþróttahúsinu, 4. bekkur og yngri fengu að vera til kl. 22:00 en eldri til kl. 23:00.
Kvöldið tókst í alla staði frábærlega og hefur sjaldan verið eins mikið fjör og stuð í húsinu.
Nemendaráð og forsvarsmenn félagsmiðstöðvarinnar vilja koma
þökkum á framfæri til allra sem að viðburðinum stóðu, þátttakendum í keppninni og aðstoðarmönnum, dómnefndinni sem í voru Hilmir, Jóna Gunna og Kristján, svo og þeim sem gáfu verðlaun og blóm en það voru Blómaval/Húsasmiðjan, Pizza Veró og Olís. Að lokum fá áhorfendur þakkir en þeir fylltu húsið.
Myndir af viðburðinum má sjá á netinu á www.flickr.com/bjarnigunn