Við viljum minna nemendur sem leigja íbúðarhúsnæði eða herbergi á stúdentagörðum / heimavist að sækja tímanlega um húsaleigubætur fyrir veturinn.
Umsóknir fást á íbúagátt, „Mín Dalvíkurbyggð“, á heimasíðu sveitarfélagsins. 16 – 17 ára nemar sem ekki hafa aðgang að Mín Dalvíkurbyggð finna umsókn til útprentunar undir eyðblöð á www.dalvikurbyggd.is . Umsóknum skal þeim skilað eigi síðar en 16. dag þess mánaðar sem bætur fást greiddar fyrir.
Með umsókn þurfa að fylgja þrír síðustu launaseðlar og afrit af síðustu skattaskýrslu allra íbúa húsnæðisins eldri en 18 ára svo og þinglýstur húsaleigusamningur.
Umsóknum þarf að skila í upphafi skólaárs, sé um nýjan leigusamning að ræða og aftur um áramót.