Alls bárust 17 umsóknir um starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs hjá Dalvíkurbyggð en frestur til að sækja um rann út þann 25. mars sl. Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna:
- Ásdís Elva Helgadóttir, þjónustufulltrúi, Akureyri.
- Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, kennari, Dalvík.
- Bjarkey Gunnarsdóttir, kennari, Ólafsfirði.
- Björg Anna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, Álftanesi.
- Daníel Arason, tónlistarkennari, Eskifirði.
- Guðrún Eiríksdóttir, fiskvinnslukona, Ólafsfirði.
- Hallur Hróarsson, sálfræðingur, Reykjavík.
- Hildur Ösp Gylfadóttir, starfsmannastjóri, Kópavogi.
- Inga Eiríksdóttir, kennari, Ólafsfirði.
- Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, kennari, Dalvík.
- Rúnar Leifsson, fornleifafræðingur, Reykjanesbæ.
- Sigríður Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, Akureyri.
- Sigurður S. Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, Hafnarfirði.
- Skarphéðinn Gunnarsson, kennari, Reykjavík.
- Stefán Helgi Valsson, kennari, Reykjavík.
- Þorsteinn Paul Newton, nemi, Hólmavík.
- Örlygur Þór Helgason, kennari, Akureyri.
Starfið er sviðstjórastarf hjá Dalvíkurbyggð og felur m.a. í sér stjórnun og daglegan rekstur fræðslu- og menningarsviðs, áætlunargerð og stefnumótun.