Auglýst hefur verið opin kynning á rannsóknarstað í Staðartungu í Hörgársveit, þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20.00.
En viðburðurinn er hluti af Tvídælu, þverfaglegra rannsókna í Svarfaðardal og Hörgárdal.
Á kynningunni verða skoðaðir tveir staðir. Í Staðartungu er unnið að rannsókn á öskuhaugum, fornleifafræðingar greina frá því hvernig slíkar rannsóknir fara fram og hvaða ljósi þær varpa á fortíðina. Einnig verður þar kynning á þeim rannsóknum sem unnar eru undir hatti verkefnisins. Að kynningunni á Staðartungu lokinni verður ekið á annann rannsóknarstað þar sem skoðaður verður könnunarskurður í garðlag og greint frá aðferðum og tilgangi slíkra rannsókna.
Við hvetjum alla áhugasama til að mæta en nánari upplýsingar um viðburðinn verða á facebooksíðu verkefnisins: “Tveir dalir: Völd, auður og pest í Svarfaðardal og Hörgárdal 870-1500” þegar nær dregur.