Tónleikar í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 26. júlí

Sunnudaginn 26. júlí mun Svissneski söngflokkurinn Vocembalo ásamt Þórarin Eldjárn flytja í tali, tónum og myndum sögurnar um Max og Móritz. Fluttir verða kaflar úr katöntunni Max og Móritz eftir tónskáldið Christoph Kobelt en hún byggir á texta skopmyndasögunnar Max og Móritz eftir Wilhelm Busch.

Bæði verður flutt á þýsku og íslensku en það var faðir Þórarins, Kristján Eldjárn sem þýddi sögurnar um þá Max og Moritz á íslensku á sínum tíma.

Tónleikarnir eru sem áður segir í Dalvíkurkirkju og hefjast þeir klukkan 15:00 og stendur í um klukkutíma.

Eftir það munu flytjendur fara niður á Byggðasafnið Hvol þar sem Þórarinn mun halda áfram lestri fyrir gesti og gangandi. Þar gefst meðal annars kostur á að skoða  Kristjánsstofu þar sem minningar um Kristján Eldjárn eru heiðraðar.


Látið þetta tækifæri ekki fram hjá ykkur fara.

Byggðasafnið Hvoll