Föstudaginn 11. júní halda tónlistarkonurnar Fabúla og Unnur Birna Björnsdóttir tónleika í Dalvíkurkirkju.
Fabúla (Margrét Kristín Sigurðardóttir) hefur síðan 1996 gefið út fjórar plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur og hafa tvær þeirra verið tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Tónlist Fabúlu er ljóðræn popptónlist, sem sækir áhrif sín í hinar ýmsu tónlistarstefnur. Hefur henni verið lýst sem „fullri af tregablandinni leikgleði og óvæntum uppákomum“. Á tónleikunum munu þær Fabúla og Unnur Birna flytja lög af plötum Fabúlu, en Unnur er einn af okkar fremstu fiðluleikurum og er vel þekkt sem eini kvenkyns Fjallabróðirinn.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30
Aðgangseyrir er 1500 krónur
Sjá www.fabula.is