Tíska og tónlist er yfirskrift uppákomu sem haldin verður í Vaðlareit sem er skógur í fjörunni á móti Akureyri. Skógurinn sem er nú orðinn 70 ára gamall sér um að skapa einstaka umgjörð um uppákomuna. Mun ferskari og gróskumeiri umgjörð en nokkuð annað félagsheimili eða skemmtistaður getur boðið uppá. Það eru þau Beate og Helgi í Kristnesi sem hafa setið við saumavélina undafarnar vikur að setja saman tísku næstu missera. Afraksturinn gefur að líta á tískusýningunni í Vaðlareit föstudaginn 13/6.
Náttúrulega munu Helgi og hljóðfæraleikararnir bera uppi tónlistar þáttinn, en auk þeirra munu nokkrir vel valdir músíkanntar stíga á stokk, eða grein eftir hentugleikum. Meiningin er að fötin, tónlystin og skógurinn skapi einstaka og ógleymanlega stemningu. Að þessu tilefni verður til sölu glænýtt eintak af tískublaðinu "Eyfirska tískan", sem sérlega er stílað inná eyfirskar húsmæður og heimasætur. Fötin eru ýmist sérlega glæsileg eða glyðruleg í nýrómantískum stíl. Miðaverð er 1000 fyrir fullorna og ókeypis fyrir börn. Bílum verður lagt í stæðið syðst og neðst í skóginum, ( Stæðið í fjörunni, þegar komið er yfir leirurnar) og þaðan verður sérmerkt gönguleið á svæðið (um 400 m.(á fótinn)). Náttúrulega eru fötin til sölu fyrir rétt verð. Dagskráin hefst kl 20.30. Reiknað er með að Beggi bassaleikari sjóði skógarkaffi fyrir gesti og gangandi milli laga.
Annars er mikið um að vera hjá Helga og hljóðfæraleikurunum þessa dagana og hljómsveitin mun leggja drög að þjóðhátíð í Allanum þann 16/6 með tónleikum þar sem ekkert verður til sparað nema skógarkaffið.