Á fundi sínum þann 20. nóvember síðastliðinn samþykkti umhverfisráð að framlengja tímabundið niður gatnagerðargjöld til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur, en heimild er til þess í Samþykkt um gatnagerðagjöld í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn staðfesti þessa ákvörðun umhverfisráðs á fundi sínum þann 15. desember síðastliðinn og gildir sú ákvörðun út árið 2022.
Hér má sjá reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Lausar lóðir
Allar nánari upplýsingar veitir Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, í síma 460 4900 og á netfanginu borkur@dalvikurbyggd.is