Tilnefningar til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2009

Eftirtaldir aðiliðar eru tilnefndir til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2009 en það er hvert íþróttafélag sem tilnefnir sinn íþróttamann.

Skíðafélag Dalvíkur - Björgvin Björgvinsson 
Björgvin er eins og undanfarin ár fastamaður í landsliði Skíðasambands Íslands og er án efa besti skíðamaður landsins í dag. Það hefur hann sýnt með frammistöðu sinni í skíðabrekkunum á liðnum árum. Hann er mikill keppnismaður og gefur allt sem hann á í íþrótt sína og hefur síðustu ár náð frábærum árangri í skíðabrekkunum. Björgvin æfir allt árið því hann tekst á við mörg stór verkefni á hverju ári, svo sem Evrópubikar, Heimsbikar og nú stefnir hann á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Vankuver í Kanada í febrúar 2010. Árangur Björgvins á árinu var mjög góður en hann varð meðala annars þrefaldur Íslandsmeistari á skíðamóti Íslands sem fór fram í Hlíðarfjalli. Þá vann hann Eysteinsbikarinn í fjórða sinn, bikarinn er veittur fyrir besta samanlagðan árangur á skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn taka þátt í ár hvert. Björgvin er á B styrk hjá Íþrótta og Ólympíusambandinu sem segir allt um getu hans í íþróttinni.

Besti árangur Björgvins á mótum erlendis er á árinu 2009 er þessi.
25. sæti í svigi á Heimsbikarmóti í Zagreb í Króatíu sem er besti árangur íslendings á Heimsbikarmóti síðan árið 2000.
19. sæti á svigmóti í Evrópubikar í Crans Montana
Þrefaldur Íslandsmeistari á skíðamóti Íslands 2009
Þá náði Björgvin einnig mjög góðum árangri á fjölmörgum FIS og Evrópubikarmótum síðasta vetur.

Björgvin bætti stöðu sína á heimslistanum í svigi verulega á árinu og er í dag númer 75 með 11.30 FIS stig.


Blakfélagið Rimar - Dóróþea Reimarsdóttir
Dóra hefur stundað blak með Rimum frá upphafi starfsemi þess. Hún er góður félagi, innan vallar sem utan. Hún er traustur vinur sem alltaf er gott að leita til. Hún er og hefur verið lykilmaður í liðinu frá upphafi og leggur sig alltaf alla fram í öllu sem hún gerir. Dóra er fyrirmynd annarra blakkvenna.

Sundfélagið Rán - Eva Hrönn Arnardóttir
Sundkonan Eva Hrönn Arnardóttir á stigahæsta sundið á árinu sem náðist hjá sundfélaginu Rán.
Eva hefur tekið mikilum framförum á árinu 2009. Má þar meðal annars nefna að Eva hefur bætt tímann sinn í 100m skriðsundi um tæpar átta sekúndur eða úr 1:24.07 og í 1:16.70 á aðeins þremur mánuðum.

Eva tók þátt í flestum sundmótum fyrir Ránar. Má þar nefna Gullmót KR,
Lionsmót Ránar, Sprengimót Óðins á Akureyri og Unglingalandsmót Ísland sem var á Sauðárkróki. Þar gekk henni vel.

Golfklúbburinn Hamar - Sigurður Ingvi Rögnvaldsson
Á árinu vann Sigurður Ingvi eitt mesta íþróttaafrek sem unglingur hefur unnið í Dalvíkurbyggð þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára með fáheyrðum yfirburðum þegar hann lék Keilisvöllinn í Hafnarfirði á 3 höggum undir pari. Þessi spilamennska hefði tryggt honum fyrsta sætið í flokki 17-18 ára.
Því má segja að hann sé besti golfari landsins, 18 ára og yngri.
Hann sigraði í öllum mótum á unglingamótaröð Norðurlands 18 ára og yngri. Var í keppnissveit Norðurlands á Íslandsmóti 18 ára og yngri, þar sem sveitin lenti í öðru sæti. Þá eru ótalin fjöldi annarra móta sem hann tók þátt í. Sigraði í mörgum þeirra og var ávallt sjálfum sér, golfklúbbnum og Dalvíkurbyggð til sóma. Þessi árangur byggir á þrotlausum inniæfingum síðasta vetur undir tilsjón atvinnukennarans Árna Sævars Jónssonar. Þá æfði Sigurður Ingvi og keppti 6 daga vikunnar í allt sumar.
Nú hefur Sigurður Ingvi hafið inniæfingar og er stefnan sett á sigur á Íslandsmót 17-18 ára og þátttöku í Íslandsmóti fullorðinna, auk fjölda annarra móta.

Hestamannafélagið Hringur - Stefán Friðgeirsson
Stefán er einn af reyndustu knöpum landsins, og slær þeim sem stunda hestamennsku og keppni að atvinnu lítið við. Á árinu hefur Stefán keppt á um 30 mótum víðsvegar um landið og nánast undantekningarlaust raðað sér í verðlaunasæti.
Ekki verða talin upp öll úrslit Stefáns á árinu en stærstu mótin voru:

Landsmót UMFÍ – Dagur frá Strandarhöfði – einkun 7.38 – 1.sæti
KEA mótaröð – Dagur frá Strandarhöfði – einkun 7.33 – 1.sæti
Opna Norðurlandsmótið – Dagur frá Strandarhöfði einkun 6.97 – 1.sæti.
KEA mótaröð – Svanur Baldurs – einkun 6.88 – 1.sæti
Bautatölt – Saumur frá Syðra fjalli – einkun 6.75 – 2.sæti

Hestaíþróttakeppnin hefur breyst mikið undanfarin ár, flestir sem stunda þar keppni eru atvinnumenn í greininni og eyða miklum tíma í þjálfun á hestunum. Það er því ekki sjálfsagt mál að áhugamenn í greininni geti haldið í við atvinnumennina. Við erum við mjög stolt af því að eiga einn af reyndari knöpum landsins sem sem stundar hestamennskuna af miklum dugnaði og einlægni og nýtir reynslu sína til að storka þeim ”stóru”.

UMF Reynir - Harpa Lind Konráðsdóttir
Harpa hefur verið um árabil öflugasti frjálsíþróttamaður UMF Reynis. Hún náði með árangri sínum á árinu að vera valin í úrvalshóp unglinga í spjótkasti og 100 m. hlaupi. Bestu árangrar hennar á mótum voru 3. sæti í 100 m. hlaupi á unglingalandsmóti og 4. sæti í 100 m. hlaupi og spjótkasti á MÍ 15-22 ára. Harpa var í liði norðurlands í bikarkeppni FRÍ, sem og frjálsíþróttaliði UMSE á landsmóti UMFÍ, og náði þar ágætis árangri einnig.

UMFS, frjálsíþróttir - Stefanía Aradóttir
Stefanía Aradóttir er dugnaðarforkur á æfingum og flinkur sleggjukastari. Hún tekur tilsögn mjög vel og hefur verið að bæta sig jafnt og þétt á árinu. Hún stundar æfingar af kappi og var eini íþróttamaður UMSE sem tók sér ekki hvíld í september.

Meðal afreka Stefaníu á árinu eru að hún náði lágmörkum fyrir úrvalshóp unglinga ( unglingalandsliðið ) og var valin í Landsmótslið UMSE/UFA á landsmótinu á Akureyri í sumar. Einnig hefur hún bætt sig mikið í öðrum greinum í frjálsum og er orðin mjög fjölhæf frjálsíþróttakona. Hennar besti árangur á árinu var 30,54m sem var annar besti árangur í hennar aldursflokki.

Körfuknattleikur - Jónas Pétursson
Við teljum að Jónas Pétursson sé verðugur fulltrúi körfuknattleiksdeildar Dalvíkur í kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar þar sem hann hefur stuðlað á óeigingjarnan hátt að uppbyggingu og starfsemi deildarinnar í fjölda ára og elja hans og dugnaður verið okkur yngri iðkendum mikil hvatning.

UMFS (Dalvík/Reynir), knattspyrna - Viktor Jónasson
Viktor stóð sig vel með knattspyrnuliði Dalvíkur-Reynis í sumar, hann lék 15 leiki og skoraði í þeim 8 mörk. Hann var valinn besti leikmaður liðsins í sumar og er vel að þeim titli kominn.