Í ljósi hertra sóttvarnafyrirmæla vill starfsfólk Krílakots koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri.
Á Krílakoti munu nemendur mæta við eftirfarandi innganga:
Hólakot og Kátakot koma inn um aðalinnganginn sem snýr í austur
Sólkot og Mánakot koma inn um neyðarhurðina sem snýr út að bílaplani í norður.
Skýjaborg mætir við sinn inngang.
Ef skilað verður úti koma foreldrar að hliðunum í garðinum sem snúa í suður og austur.
Símanúmer inn á deildir verða aftur sett við innganga.
Munum að halda 2 metra bilinu, vera með grímu og sótthreinsa.
Núverandi reglugerð gildir til 15. apríl svo starfsfólk Krílakots vill árétta við foreldra að fylgjast sérstaklega vel með tölvupósti sínum ef einhverjar breytingar verða.