Tilkynning frá Hitaveitu Dalvíkur

Tilkynning frá Hitaveitu Dalvíkur

Eins og fram kom í fyrri tilkynningu Hitaveitu Dalvíkur vegna álestursreikninga þá voru mælar sendir til prófunar og nú liggja niðurstöður fyrir. Í stuttu máli þá voru sjö mælar sendir til prófunar og reyndust tveir vera í lagi en fimm utan vikmarka. Þeir sem voru utan vikmarka mældu allir minna rennsli í gegnum sig en fór raun eða allt frá um -0,47% (-3,47%) umfram vikmörk til -97% (-100%). Þar sem gildið er -100% þá er ekkert vatnsmagn mælt sem í gegnum mælinn fer.


Til frekari skýringar þá fylgir hér með einnig samandregin tafla með þeim upplýsingum sem á skráningarblaðinu stendur.

Þorsteinn Björnsson
Sviðsstjóri veitu- og hafnarsviðs