Til upplýsingar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar

Til upplýsingar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar

Á 315. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. voru teknar fyrir kosningar til eins árs í byggðaráð og var samþykkt samhljóða að skipun byggðaráðs yrði óbreytt.   Eftirtaldir aðalmenn í sveitarstjórn skipa því áfram byggðaráð Dalvíkurbyggðar:

  • Jón Ingi Sveinsson, formaður (B)
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, varaformaður (D)
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður (J)

Varamenn í byggðaráði eru:

  • Þórhalla Karsdóttir (B)
  • Þórunn Andrésdóttir (D)
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir (J)

Upplýsingar um netföng ofangreindra er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar;

https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/rad-og-nefndir/byggdarad

Starfsmenn byggðaráðs eru sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og hafa þeir starfsmenn málfrelsi og tillögurétt á fundum byggðaráðs.  Fundir byggðaráðs eru alla jafna einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 13:00, nema að annað sé ákveðið.

Á fundinum var jafnframt samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar í júli og ágúst sem þýðir að reglulegir fundir sveitarstjórnar, sem eru alla jafna þriðja þriðjudag í mánuði, falla niður í júli og ágúst.  Frá og með 19. júní og til og með 31. ágúst 2019 er byggðaráði falin heimild sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu á þeim málum sem byggðaráð telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu.