Þráður fortíðar til framtíðar er hönnunarsamkeppni á landsvísu þar sem íslensk ull er í aðalhlutverki. Markmið samkeppninnar er að auka fjölbreyttni í hönnun þar sem notuð er íslensk ull og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki. Á þennan hátt vekjum við athygli á þeim verðmætum sem liggja í íslenskri hönnun og ullinni og aukum verðmæti þessa einstaka hráefnis.
Þráður fortíðar til framtíðar er hönnunarsamkeppninar í samvinnu við Landsamtök sauðfjárbænda, Ístex hf. og Glófa ehf. Framkvæmdaraðilarnir eru þær Dóróthea Jónsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátiðarinnar að Hrafnagili, Anna Gunnarsdóttir hönnuður og listakona, Margrét Lindquist sem vann nýverið Evrópsk gullverðlaun fyrir grafíska hönnun, Arndís Bergsdóttir hönnuður hrútahúfunnar, Bryndís Símonardóttir fagurkeri og undirrituð.
Keppt verður í tveimur flokkum: flokknum Fatnaður og Opnum flokki (fylgihlutir, nytjahlutir, list og skrautmunir sem dæmi).
Skilafrestur er til 30. júní 2009 og sendast fullunnin verk á Eyjafjarðarsveit, Syðra Laugalandi, 601 Akureyri, merkt Þráður fortíðar til framtíðar. Verkin skulu auðkennd með dulnefni en mikilvægt er að nafn, heimilisfang og símanúmer komi aðeins fram á miða í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Hver þátttakandi má að hámarki senda inn þrjár tillögur en auk þess þarf að fylgja stutt lýsing á hverjum hlut. Bent skal á að íslenska ullin þarf að vera aðalhráefni.
Nánar upplýsingar fást hér Þráður fortíðar til framtíðar. og á síðunni www.handverkshatid.is