Þjóðhátíðarhelgin í Dalvíkurbyggð

Þjóðhátíðardagur íslendinga verður haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag og ættu allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi á meðfylgjandi dagskrá. Á laugardaginn verður kvennahlaup ÍSÍ og hefst það klukkan 11:00 og síðar sama dag keppa strákarnir í Dalvík/Reyni á móti Neista frá Neskaupsstað. Kvennahlaupið og fótboltinn er góð viðbót við aðra dagskrá helgarinnar og eru allir hvattir til að taka þátt í þeim svo og öðru sem í boði er um helgina.

Laugardagur 16. júní

Kl. 11:00 - Kvennahlaup ÍSÍ í umsjón Sundfélagsins Ránar. Skráning og forsala bola í Samkaup milli kl. 16:00 og 18:00 og í Sundlaug Dalvíkur fram að hlaupi. Einkunnarorð hlaupsins í ár eru "Hreyfing er hjartans mál".  
Hlaupið verður frá Sundlaug Dalvíkur en upphitun hefst kl. 11:00.

Kl. 16:00 - Dalvíkurvöllur, knatt-  spyrna, 3. deild karla. Dalvík/Reynir gegn Neista frá Djúpavogi. Frítt verður inn á leikinn og heimamenn bjóða upp á pylsur og drykk handa áhorfendum.
Mætum vel og hvetjum okkar menn til sigurs. Athugið tímasetningu sem er kl. 16 en hún hafði misritast í leikskrá.

Sunnudagur 17. júní

Kl. 08:00      Fánar dregnir að húni

Kl. 10:30    Hið árlega 17. júní hlaup fyrir alla aldurshópa, á íþróttavellinum í umsjón frjálsíþróttafólks UMFS. Skráning á staðnum og verðlaunaafhending að loknu hlaupi.

Kl. 11:00 - 13:00  Frítt í bátana í Árgerði fyrir fjölskyldur sem mæta saman. Einnig hægt að grilla góðgæti við opinn eld. Upplagt að eiga góða stund við holla útiveru.

Kl. 11:00 - 13:00 Andlitsmálning á neðri hæð sundlaugarinnar. Víóletta og aðstoðarmenn gera krakka klár fyrir skrúðgöngu og átök dagsins.

Kl. 13:30 Skrúðganga í fylgd slökkviliðsins, frá Sundlaug að kirkju þar sem hátíðarstund fer fram. Allir að mæta með fána, lúðra og veifur.

Kl. 14:00 Hátíðarstund í Dalvíkurkirkju.

- Fjallkonan flytur ljóð
-  Ræðumaður dagsins, Jón Arnar                                        
       Sverrisson, garðyrkjustjóri
       Dalvíkurbyggðar, flytur 
       hátíðarávarp.

Hátíðarkaffisala

Að lokinni hátíðarstund hefst hátíðarkaffisala körfuknattleiks- og frjálsíþróttadeildar UMFS í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju.

Kl. 14:50 Karamellurigning - Elvar Antonsson lætur góðgæti rigna af himni ofan í kirkjubrekku. Nú er um að gera að horfa til himins!!!

Kl. 15:15 Slökkvilið Dalvíkur sýnir bíla við Dalvíkurkirkju og býður börnum og foreldrum í ökuferð um bæinn.

Kl. 15:15 Hestamennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn teyma umdir börnum við kirkju.

Kl. 15:15 Þrautabrautir í íþróttahúsinu í umsjón Björgunarsveitarinnar á Dalvík. Kassaklifur, sig og margt fleira, einnig sýning á bílum og búnaði við íþróttahús.

Kl. 15:15 Fótboltaþrautir í umsjón barna- og unglingaráðs UMFS. Velemir þjálfari og aðstoðarmenn stjórna léttum leikjum á æfingavellinum sunnan við Hótel Sóley.

Kl. 15:30 Útsýnissiglingar frá Dalvík og Hauganesi. Frítt í útsýnissiglingu með Níelsi Jónssyni frá Hauganesi, frá sama tíma verða fríar ferðir með Snorra frá Dalvíkurhöfn - syðri bryggjukanti.

Kl. 20:00 - 22:00 Sundlaugarpartí/fatasund í Sundlaug Dalvíkur.

Ari í Árgerði þenur græjurnar og leikur við hvern sinn fingur.

Inga Sæland úr X-Factor kemur einnig í heimsókn og syngur og sprellar með okkur. Frítt í sund - allir velkomnir hvort sem þeir fara í sund eða ekki.  Í fatasundi má vera í notuðum, hreinum stuttermabol og íþróttastuttbuxum, ekki í nýjum fötum eða fötum sem láta lit.

Allir hvattir til að koma og vera með - þetta er upplagt tækifæri fyrir fjölskylduna til að verja nokkrum mínútum saman af skemmtilegu tilefni.