Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Fjöldi fólks tók þátt í viðburðum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Árlegt 17. júní hlaup Ungmennafélags Svarfdæla fór fram klukkan 09:00 og tóku 40 manns þátt. Börn létu mála sig í framan og fóru þau ásamt foreldrum í skrúðgöngu sem farin var frá Sundlaug Dalvíkur að Dalvíkurkirkju. Í Dalvíkurkirkju var hátíðarstund þar sem fjallkonan ávarpaði gesti en hún var að þessu sinni Karen Lena Óskarsdóttir nýstúdent og dúx frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar flutti hátíðarræðu dagsins og verður ræðan birt í heild sinni á morgun. Nýstofnaði kvennkórinn Salka flutti þrjú lög og er skemmtileg viðbót í mikla flóru söngstarfs í Dalvíkurbyggð. Eftir hátíðarstundina var opnað hlaðborð sem knattspyrnudeild Ungmennafélags Svarfdæla stóð fyrir. Elvar Antonsson dreifði karmellum yfir börn og fullorðna í kirkjubrekkunni og Slökkvilið Dalvíkur bauð börnum uppá ferð um Dalvík í bíl sínum. Sveinbjörn Hjörleifsson frá hestaleigunni Tvist teymdi hesta undir börn við kirkjuna og Björgunarsveitin á Dalvík stóð fyrir kassaklifri í íþróttahúsinu. Um kvöldið var svo sundlaugardiskó og fatasund. Bjarni Gunnarsson æskulýðsfulltrúi sá um framkvæmt og skipulagninu á dagskránni.
17 juni 2008 217 juni 2008 317 juni 2008 717 juni 2008 517 juni 2008 6