Kl. 08:00 - Fánar dregnir að húni - allir fánar á loft!
Kl. 10:30 - 17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík
Umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS. Skráning á staðnum og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.
Kl. 11:00 - Andlitsmálning á neðri hæð Sundlaugar Dalvíkur -
Allt gert klárt fyrir fyrir skrúðgönguna og átök dagsins! Fánar og fínheit!!!
Kl. 13:30 - Skrúðganga leggur af stað frá Sundlaug Dalvíkur
Farið að Dalvíkurkirkju í fylgd Slökkviliðs Dalvíkur. Þátttakendur mæti tímanlega með fána og veifur, lúðra, potta og sleifar, hrossabresti og hvað eina til að framleiða hávaða! Látum heyra í okkur - gaman saman!!!
Kl. 14:00 - Hátíðarstund í Dalvíkurkirkju.
Ávarp fjallkonunnar,
Hátíðarræðu dagsins flytur Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.
Nýstofnaður kvennakór...Salka Kvennakór...flytur nokkur lög.
Viðburðir að lokinni hátíðarstund:
Hátíðarkaffi - Knattspyrnufólk í UMFS selur hátíðarkaffi ísafnaðarheimilinu.
Kl. 15:00 - Karamellurigning - Elvar Antonsson dreifir góðgæti af himnum ofan í kirkjubrekkuna.
Slökkviliðið - sýnir bíla við kirkjuna og býður börnum og foreldrum í ökuferð um bæinn.
Golf/Pútt - félagar úr Golfklúbbnum Hamri sjá um púttkeppni fyrir alla á golfvellinum ofan Heilsugæslunnar.
Hestamennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans teyma hesta undir börnum við kirkju.
Candyfloss - Óliver býr til ókeypis candyfloss fyrir gesti og gangandi -nánari staðsetning fer eftir veðri og verður tilkynnt á hátíðartund í kirkju.
Fótboltaþrautir - í umsjón barna- og unglingaráðs UMFS á gervigrasvellinum við Dalvíkurskóla. Vítakeppni og fleira!!!
Kassaklifur, sig og þrautabraut íþróttahúsinu á Dalvík í umsjón Björgunarsveitarinnar á Dalvík. Heilbrigð sál í hraustum líkama!!!Kl.
20:00 - Sundlaugarpartí - diskó í Sundlaug Dalvíkur.
Frítt í sund og allir velkomnir hvort sem þeir fara í sund eða ekki. Í fatasundi má vera notuðum bol og íþróttastuttbuxum.....ekki nýjum fötum eða fötum sem láta lit. Tvíeykið STJARON verður í diskóstuði og sér um tónlistina - hugsanlega óvæntir tónlistargestir! Verjum góðri kvöldstund með fjölskyldum okkar og skemmtum okkur saman!
(Ath. sundlaug annars lokuð á 17. júní)
GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ
ÍÞRÓTTA-, ÆSKULÝÐS- OG MENNINGARRÁÐ DALVÍKURBYGGÐAR
ÍÞRÓTTA-OG ÆSKULÝÐSFULLTRÚINN Í DALVÍKURBYGGÐ