Laugardaginn 20. október nk. fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengt.
Samhliða verður efnt til könnunar meðal íbúa Dalvíkurbyggðar á viðhorfi þeirra til frístundabyggðar í landi Upsa.
Kjörstaður er í Dalvíkurskóla, gengið inn að vestan.
Kjörstaður er opinn frá kl. 10:00 til kl. 22:00.
Við þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa allir þeir íbúar atkvæðisrétt sem eru íslenskir ríkisborgarar og eru orðnir 18 ára gamlir. Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu og eru kjósendur hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Við íbúakönnun um frístundabyggð í landi Upsa hafa allir íbúar sem orðnir eru 18 ára og eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð atkvæðisrétt. Þeir íbúar sem eru í vafa um lögheimili sitt eru hvattir til að hafa samband við þjónustuver og kanna hvort nöfn þeirra séu á íbúaskrá, en íbúaskrá Dalvíkurbyggðar eins og hún stendur þann 20. október 2012 verður lögð til grundvallar.
Íbúar eru hvattir til að hafa persónuskilríki meðferðis.