Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 í Dalvíkurbyggð þann 9. apríl n.k. liggur frammi almenningi til sýnis frá 30. mars 2011 fram á kjördag í þjónustuveri bæjarskrifstofu í Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl. 10:00-15:00.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá í þjónustuveri bæjarskrifstofu á venjulegum opnunartíma fram á kjördag.
F.h. bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar,
Svanfríður Inga Jónasdóttir,
bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð