Sýningin „Friðland fuglanna“ var opnuð við hátíðlega athöfn nú á föstudaginn að viðstöddu fjölmenni. Sigríður Hafstað, ekkja Hjartar E Þórarinssonar á Tjörn, klippti á borða til merkis um að sýningin væri opin almenningi og þar með gátu gestir farið og skoðað herlegheitin. Ekki var annað að merkja en að gestir kynnu vel að meta árangurinn og létu þeir það óspart í ljós. Að lokinni opnunarathöfn var gestum boðið upp á veitingar og við það tækifæri kvöddu margir sér hljóðs. Hjörleifur Hjartarson framkvæmdastjóri náttúruseturs þakkaði þeim fjölmörgu sem komið hafa að adragenda sýningarinnar en einnig kvöddu sér hljóðs, Trtausti Þórisson formaður stjórnar Náttúruseturs, Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri á Siglufirði sem bar viðstöttum kveðju fuglaáhugamanna á Siglufirði.
Ókeypis verður inn á sýninguna fyrstu sýningarvikuna og er opnunartími frá 12-18 alla daga