Svarfdælskur mars 11. og 13. apríl

Svarfdælskur mars 2014 er nú haldinn í apríl, nánar tiltekið 11. og 13. apríl, en vegna veðurs þurfti að færa dagskrána til frá áður auglýstri tímasetningu. 

Dagskrá:


11. apríl föstudagur
Kl. 20.30 Að Rimum Heimsmeistarkeppni í BRÚS.
Spilað um Gullkambinn. Æfinga- og kennslubúðir í hliðarsal.
Þátttökugjald er kr. 1000.


13. apríl sunnudagur
Kl. 16:00 Í Bergi Sögufjelag Svarfdælinga.
Undirbúningsnefnd gerir grein fyrir vinnu sinni og Laufey Eiríkssdóttir forstöðumaður Héraðsskjalasafns Svarfdæla fjallar um skráningarvinnuna í Héraðsskjalasafninu og sögufélagið.
Félagið formlega stofnað.
Kl. 20.30 Í Bergi Of stór – dagskrá um ævi Jóhanns Svarfdælings í tali, myndum og tónum. Samkór Svarfdæla ásamt Páli Barna Szabo flytur tónlistina. Stjórnandi er Ívar Helgason.
Aðgangseyrir kr. 2.000

Allir eru velkomnir á viðburði á Svarfdælskum marsi


Vegna veðurs og ófærðar varð að fresta flestum viðburðum Svarfdælsks mars sem vera áttu í mars. Frekar en að gefast upp settu aðstandendur saman Svarfdælskan mars í apríl sem við vonumst að mælist vel fyrir hjá íbúum Dalvíkurbyggðar og gestum.