Um helgina verður haldin menningarhátíðin Svarfdælskur Mars.
Hátíðin felur í sér:
Heimsmeistarmót í Brús, spil sem upprunnið er úr Svarfaðardal. Spilið felur í sér mikla skemmtun og skemmtilegar reglur. Sögur eru til af fólki á hlaupum milli bæja í Svarfaðardal til að forðast klórara, en á ákveðnum punkti í spilinu er spilara heimilt að klóra andstæðing sinn í hausinn.
Tónleika í Dalvíkurkirkju þar sem Báru Grímsdóttur eru gerð góð skil af henni sjálfri og kórum.
Málþing í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju um stöðu og framtíð héraðsfréttamiðla í tilefni 30 ára afmælis Norðurslóðar héraðsfréttablaðs. Þátttakendur í málþinginu eru Gísli Einarsson, Bjarni Harðarson, Þuríður Jóhannsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Jóhann Antonsson.
Mars að hætti Svarfdæla en þá spenna karlar fram bringuna eins og fuglar í tilhugalífinu og farið er í ýmsa leiki og dansaðir ýmsir dansar. Svarfdælskur Mars snýst um leikreglur sem farið er eftir og er hlutverk þeirra að fólk dansi ekki lengi við sama aðila. Almenn þátttaka gesta er nauðsynleg. Heiti leikjanna er nafnakall, potturinn og pannan, blóm, spegillinn, klútur og margir fleiri. Nánari dagskrá.