Svarfdælskir jöklar - fræðslufundur á Húsabakka

Svarfdælskir jöklar - fræðslufundur á Húsabakka

Fræðslufundur verður í Náttúrusetrinu á Húsabakka miðvikud.16. September kl 20:3. Skafti Brynjólfsson jöklafræðingur heldur þar fyrirlestur sem hann nefnir: Svarfdælskir jöklar. Á árunum 2007 - 2009 vann Skafti meistaraverkefni sitt við Háskóla Íslands í Svarfaðardal. Verkefnið fjallar um framhlaupsjöklana Búrfellsjökul og Teigarjökul. Framhlaupsjöklar eru sérstök tegund jökla sem ólíkt öðrum jöklum er ekki í jafnvægi við veðurfar og breytingar á loftslagi. Heimamenn og aðrir sem veitt hafa í Svarfaðardalsá eða fylgst með henni síðustu árin hafa helst orðið umbrotanna í Búrfellsjökli varir í formi mikils framburðar og lits í Svarfaðardalsá undanfarin sumur. Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um jökla á svæðinu og framhlaupið í Búrfellsjökli sem náði hámarki árið 2004 .

 Kaffi og ókeypis aðgangur en frjáls framlög þegin upp í salarleiguna

 
Teigarjökull t.v. og Búrfellsjökull t.h.