Verðlaun og viðurkenningar hafa nú verið veittar fyrir jólaskreytingar í árlegri jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar. Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta jólahúsið auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir skemmtilega götumynd.
Fyrstu verðlaun í jólaskreytingasamkeppni Dalvíkurbyggðar árið 2011 hlýtur Sunnubraut 12 á Dalvík. Húsið er fallega skreytt og með heilstætt og stílhreint yfirbragð og hefur augljóslega verið skreytt af alúð og vandvirkni.
Sérstaka viðurkenningu fær síðan gatan Dalbraut á Dalvík fyrir skemmtilega jóla-götumynd sem gaman er að skoða.
Valnefnd fór í skoðunarferð um allt sveitarfélagið vikuna 12.-16. desember og var úr vöndu að ráða, því mikið er af fallegum ljósum og skreytingum víða um sveitarfélagið. Mörg önnur hús vöktu sérstaka athygli valnefndarinnar og eru íbúar og gestkomandi hvattir til þess að fara í skoðunarleiðangur um byggðina til þess að skoða fjölbreytilegar og fallegar jólaskreytingarnar.
Í valnefndinni voru: Margrét Víkingsdóttir, Ingvar Kristinsson og Jón Arnar Sverrisson.