Miðað við almennan fjölda gesta í sundlaugina á Dalvík er ekki líklegt að það þurfi að takmarka fjölda í sund. Ef fjöldi verður mikill þarf að takmarka fjölda hverju sinni og verða þá gestir beðnir um að vera ekki lengur en tvær klukkustundir í senn.
Höfðað verður til skynsemi gesta og verða þeir beðnir um að fara eftir 2 metra reglunni eins og kostur er. Við erum öll Almannavarnir.
Gestum er bent á að viðhaldsvinna getur verið í gangi á svæðinu næstu vikur. „Bláa lónið“ okkar verður lokað vegna viðhalds næstu vikur. Einnig verður gufan lokuð a.m.k. næstu viku vegna viðhalds.
Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum þá er stefnt að því að líkamsrækt opni mánudaginn 25. maí
Hægt verður að óska eftir framlengingu á tímabilskortum vegna lokunar. Framlengt verður um allt að tvo mánuði. Óska þarf eftir framlengingu fyrir 1. september.
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar