Sumarstörf hjá Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar
Óskað er eftir umsóknum í starf verkstjóra Vinnuskólans og í 6 störf flokkstjóra.
Verkstjóri Vinnuskólans.
- Sér um daglegan rekstur, fylgir eftir vinnu og verkefnum.
- Viðkomandi þarf helst að vera 25 ára eða eldri, þarf að hafa mikla hæfni í að stjórna og skipuleggja og góð mannleg samskipti eru æskileg.
Flokkstjórar.
- Vinna með 5 -7 krakka í hóp, á aldrinum 14-16 ára.
- Viðkomandi þarf að hafa þroska til að stjórna og vinna með unglingum.
Umsóknarfrestur er til 23. mars.
Nánari upplýsingar fást hjá Garðyrkjustjóra í síma 898 3490.
Umsóknareyðublöð má nálgast á Bæjarskrifstofunni og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is, undir tækni- og umhverfisdeild.
Þeim skal skila inn á Bæjarskrifstofunni, Ráðhúsinu.
Jón Arnar Sverrisson.
Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar og umsjónarmaður Vinnuskólans.