Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í sumarafleysingar við íþróttamiðstöðina á Dalvík.
Um er að ræða 100% starf frá byrjun júní til fram undir lok ágúst. Einnig er möguleiki á starfi frá byrjun júlí til loka ágúst.
Helstu störf eru búningsklefavarsla, samskipti við viðskiptavini, sundlaugagæsla, þrif og afgreiðsla.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Reynsla af vinnu með börnum og unglingum er kostur
- Tuttugu ára eða eldri
- Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Hreint sakavottorð (skv. 10. grein Æskulýðslaga)
- Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk.
Greitt er samkv. kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið í Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Valið er "Atvinnuumsókn" og síðan "Sumarstarf í Íþróttamiðstöð".
Nánari upplýsingar veitir Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Dalvíkurbyggðar, jonsi@dalvikurbyggd.is