Byggðasafnið Hvoll á Dalvík
Sumardagskrá 2008
Allir viðburðir safnsins hefjast klukkan 14.00 nema annað sé tekið fram.
JÚNÍ
1.júní kl. 11.00
Opnun örsýningar á silfurgripum sem smíðaðir hafa verið í Dalvíkurbyggð.
Opnun á margmiðlunarbúnaði safnsins,
Sjómannadagskrá, leikir og fleira
7. júní Bernd Ogrodnik - brúðuleikhús.
14. júní Fuglaskoðun, Sveinbjörn Steingrímsson.
21. júní Kaffi og kleinur i boði safnsins.
28. júní Tónlistardagskrá, íslensk þjóðlög.
JÚLÍ
5. júlí Þórarinn Hjartarson, fyrirlestur um handverk í Dalvíkurbyggð
12. júlí Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari og Kristinn Árnason gítarleikari flytja íslenska og erlenda tónlist
13. júlí Íslenski safnadagurinn - frítt inn á safnið!
19. júlí Þórarinn Eldjárn flytur fyrirlestur um kveðskap Kristjáns Eldjárns.
20. júlí Forvarsla á byggðasafni - fyrirlestur um forvörslu predikunarstóls Urðakirkju. Farið verður í kirkjuna til að skoða gripinn eftir fyrirlesturinn.
26. júlí Bernd Ogrodnik - brúðuleikhús.
ÁGÚST
2. ág Sveinbjörn Steingrímsson, leiðsögn um gömul hús á Dalvík
9. ág Fiskidagurinn Mikli.
16. ág Skráning muna á söfnum; Skoðað verður hvernig skráning muna á safninu fer fram.
23. ág Kaffi og kleinur í boði safnsins
30. ág Ole Lindquist - fjallar um strandmenningu fyrr á tímum á Íslandi.
Í sumar verður byggða- og bókasafn Dalvíkurbyggðar með litla leikfanga sýningu í ráðhúsinu. Hún er opin á opnunartíma ráðhússins.