Bæjarráð Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl sl. reglur um stuðning við fyrirtæki og frumkvöðla hér í Dalvíkurbyggð. Reglurnar eru hugsaðar sem tímabundinn stuðningur við þá frumkvöðla og fyrirtæki sem hefja hér starfssemi og/eða stuðla að nýsköpun og atvinnutækifærum sem sakapa fjölbreytni í atvinnulífi innan sveitarfélagsins. Bæjarráð mun auglýsa eftir umsóknum í september ár hvert.
Þeir sem vilja kynna sér málið frekar geta haft samband við upplýsingafulltrúa á netfangið selma@dalvik.is, eða skoðað reglurnar og umsóknareyðublað hér.