Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki

Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki

Auglýsing um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki fyrir árið 2007.

Umsækjendur skulu sækja um á þar til gerðu eyðublaði sem má finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvik.is, eða í þjónustuveri, Ráðhúsi. Á eyðublaði skal vera nákvæm lýsing á verkefninu og ávinning af því fyrir samfélagið sem og aðrar upplýsingar sem umsækjandi telur að skipti máli. Farið verður með allar upplýsingar sem umsækjendur leggja fram með umsókn sinni sem trúnaðarmál.

Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi atriði og upplýsingar:

  • Lýsing á verkefni þar sem fram kemur m.a.:
    Fjöldi ársverka
    Umfang starfsemi
    Markaðsáætlun
    Hvernig verkefnið/fyrirtækið muni falla að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir hendi er
  • Kostnaðaráætlun

Umsóknir skulu berast þjónustuveri Ráðhússins fyrir 5. október 2006 ásamt tilheyrandi fylgigögnum sem tiltekin eru á umsóknareyðublaði.

Reglur um úthlutun og eyðublað er hægt að nálgast í þjónustuveri bæjarskrifstofunni á Dalvík eða á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is.

Nánari upplýsingar veita fjármála- og stjórnsýslustjóri og upplýsingafulltrúi.

Dalvíkurbyggð, 21. September 2006.

Upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Smellið hér til að fá reglurnar og eyðublaðið.