Stórfundur Eyþings í Hofi 19. september

Stórfundur Eyþings í Hofi 19. september

Fimmtudaginn 19. september kl. 16–19 fer fram stórfundur um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020–2024 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.

Sóknaráætlun Norðurlands eystra er sértæk byggðaáætlun fyrir landshlutann og jafnframt samheiti yfir samning Eyþings við hið opinbera og sveitarfélög innan Eyþings um fjármögnun  áhersluverkefna og Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra. Í sóknaráætlun kemur fram stöðumat landshlutans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Þú finnur allt
um Uppbyggingarsjóðinn, Sóknaráætlun og áhersluverkefni á eything.is

Markmið fundarins er að draga saman áherslur í atvinnumálum, nýsköpun, menningarmálum og umhverfismálum á Norðurlandi eystra, ásamt því að koma fram með tillögur að sértækum markmiðum og aðgerðum. 

Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetur Eyþing því atvinnulífið, unga fólkið, fólk í nýsköpun og mennta- og menningargeiranum til að mæta og koma sínum hugmyndum
á framfæri – raunar alla þá sem hafa áhuga. Afurðir fundanna verða dregnar saman sem uppistaðan í efnistökum við mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.