Næstkomandi föstudagskvöld, 6. febrúar, verður skíðakonukvöld á Dalvík og byrjar það á skíðsvæðinu, við Brekkusel, kl. 20.00. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður og eru allar konur, nær og fjær, hvattar til að mæta á svæðið, sýna sig og sjá aðrar frábærar konur. Kjörið fyrir saumklúbba að mæta á svæðið.
Dagskrá hefst eins og áður sagði kl. 20:00 með fordrykk í Brekkuseli. Dandi verður með karvingskíðakennslu, farið verður í létta "Þrautadrottningu", Matti Matt mætir með gítarinn og farið verður í dúndurferð á nýja "Dalvíkursleðanum". Síðan verða verðlaun veitt fyrir flottasta höfuðskrautið.
Boðið verður upp á létta drykki og frábært fjallanesti.
Allt þetta er á aðeins 3.500 kr. og tekið skal fram að alls ekki er nauðsynlegt að kunna á skíði til að geta tekið þátt.
Skráning er hjá Heiðu Hilmarsdóttur í síma 849 9939 eða á netfanginu heida@norfish.is fyrir kl. 12:00 á föstudaginn 6. feb.