Starfsdagur - dagskrá

Starfsdagur - dagskrá

Ágætu starfsmenn Dalvíkurbyggðar og samstarfsmenn,

Nú styttist í  fimmta sameiginlegan starfsdag allra starfsmanna sveitarfélagsins sem haldinn verður í menningarhúsinu Bergi föstudaginn 25. janúar n.k. frá kl. 13:00  – kl. 16:00 en  í  framhaldinu verður boðið upp á léttar veitingar og ljúfa stund saman. 

Stjórnendur munu auglýsa stofnanir lokaðar á þessu tímabili verði því við komið.

Yfirskrift dagsins er „Liðsheild“ 

 Drög að dagskrá:

a)       Stefna Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Kynning.

Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.

b)     Kulnun í starfi.

Arnór Már Másson, markþjálfi.

c)  Öflug liðsheild – aukið traust.

Guðrún Snorradóttir, ráðgjafi og markþjálfi.

 

Við teljum að þetta verði skemmtilegur og árangursríkur dagur og við hlökkum til samverunnar.

Góðar kveðjur,

Sveitarstjóri og sviðsstjórar