Starf stuðningsfulltrúa við Árskógarskóla

Starf stuðningsfulltrúa við Árskógarskóla

Við erum að leita að stuðningsfulltrúa í 70-80% starf frá miðjum ágúst 2015.

Árskógarskóli er heildstæður leik- og grunnskóli sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með 7. bekk grunnskóla. Hér starfar skemmtilegt fólk í 9 stöðugildum. Skólinn vinnur með hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar, við erum Grænfánaskóli, vinnum í aldursblönduðum hópum, þvert á skólastig og nýtum allt umhverfi skólans til leiks og náms. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.

Stuðningsfulltrúi er nemendum skólans (leik- og grunnskólastigi) til aðstoðar í leik og starfi, í kennslustundum, frímínútum, vettvangsferðum, frístund o.s.frv. en vinnur auk þess önnur störf innan skólans eftir því sem þau falla til. Stuðningsfulltrúi er kennara til stuðnings við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og úrræði. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Leitað er að einstaklingi sem:

• Hefur áhuga á vinnu með börnum og á auðvelt með samskipti við börn.
• Hefur til að bera góða samskiptahæfni.
• Er líkamlega hraustur.
• Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
• Hefur áhuga á að taka þátt í mótun skólans og er tilbúinn til að taka að sér fjölbreytt verkefni.
• Hefur virðingu, jákvæðni, metnað, gleði og umhyggju að leiðarljósi.
• Er snyrtilegur og ber mikla virðingu fyrir umhverfi skólans innan hans sem utan.
• Er reglusamur og samviskusamur.
• Hefur hreint sakarvottorð.

Allar nánari upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 460-4971 eða gunnthore@dalvikurbyggd.is .

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest.


Umsóknarfrestur er til 10. maí 2015