Laust er til umsóknar starf skólastjóra Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Skipað verður formlega í starfið frá og með 1. ágúst, en æskilegt er að nýr skólastjóri geti komið til skipulagsvinnu fyrr.
Starfssvið:
- Fagleg forysta skólans
- Stuðla að framþróun í skólastarfi
- Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
Mennturnar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun skilyrði
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og kennslufræða æskileg
- Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum skilyrði
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Einlægur áhugi á skólastarfi
- Sjálfstæði í starfi og skipuleg vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum
Framangreindum hæfiskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ/SÍ-LN
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar 1. mars 2005 sameinast grunnskólar sveitarfélagsins, Húsabakkaskóli, Árskógarskóli og Dalvíkurskóli, í nýjan grunnskóla og tekur hann formlega til starfa 1. ágúst 2006.
Umsjón með starfinu hafa Jónína Guðmundsdóttir (nina@img.is) og Sigríður Ólafsdóttir (sigridur@img.is) hjá Mannafli-Liðsauka.
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Mannafls-Liðsauka, mannafl.is.