Dalvíkurbyggð auglýsir starf fræðslu- og menningarfulltrúa laust til umsóknar
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur umsjón með fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum á vegum sveitarfélagsins. Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur frumkvæði og stýrir stefnumótunarvinnu í sínum málaflokkum. Fræðslu- og menningarfulltrúi undirbýr mál fyrir fræðsluráð og íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð og ber ábyrgð á eftirfylgni með ákvörðunum þeirra. Fræðslu- og menningarfulltrúi er sviðsstjóri hjá Dalvíkurbyggð og tekur þátt í samstarfi yfirstjórnar sveitarfélagsins. Bæjarstjóri er yfirmaður sviðsstjóra.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
- Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, æskileg
Laun og starfskjör eru samkvæmt Starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar.
Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri, Svanfríður Jónasdóttir í síma 460 4902/ 862 1460, eða sij@dalvik.is
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar ræður í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst.
Umsókn um starfið, ásamt ferilskrá skal senda til Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík fyrir 15. janúar, merkt Fræðslu- og menningarfulltrúi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.