21 febrúar 2012 var sprengjudagurinn haldinn hátíðlega á Leikbæ við sungum sprengjudagslagið og borðuðum saltkjöt og baunir í hádeginu.
22 febrúar 2012 var öskudagurinn. Þeir sem vildu komu í búningum, við skreyttum tunnuna, máluðum okkur í framan, sungum og slógum köttinn úr tunnunni. Öskudagskisi kom úr tunnunni með kort handa börnunum. Börnin fengu öll ís frá kisanum. Hér má sjá fleiri myndir frá deginum góða.
Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér,
því magnið er ei smátt sem í magann á mér fer.
Af saltkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ,
af saltkjöti og baunum, ég saddur er og hlæ.
Já, bragðgóðar eru baunirnar, baunirnar, baunirnar,
já, bragðgóðar eru baunirnar, húllum hæ.
Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað
og elti menn og konur sem ekkert vita um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ,
lauma á poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir,
svo dingla þeir þarna pokarnir, húllum hæ.
Lag: Við erum söngvasveinar
Texti: Herdís Egilsdóttir.