Af gefnu tilefni eru hér upplýsingar varðandi sprengingarnar við höfnina. Eins og flestir hafa tekið eftir er nú verið að vinna við ferjubryggjuna sem á að þjóna Grímseyjarferjunni. Þessa dagana er verið að reka niður stálþil fyrir ferjubryggjunna en þegar átti að byrja að reka þilið niður kom í ljós að fyrir var móhella sem hefur reynst nauðsynlegt að sprengja. Sprengt er einu sinni til tvisvar sinnum á dag og má reikna með að þær sprengingar vari fram í lok næstu viku en þá áætlar verktakinn að búið verði að sprengja eins og þarf til að koma stálþilinu niður.
Sprengingarnar velda titringi, mismiklum eftir fjarlægð frá höfninni, en hann finnst til dæmis vel hérna í Ráðhúsinu.
Hérna eru svo nánari upplýsingar um framkvæmdina við ferjubryggjuna.