Varðskipið Þór mætir í höfn á Dalvík. Mynd: Haukur Snorrason
Kæru íbúar - SPÖRUM RAFMAGNIÐ. Húrra fyrir öllum þeim viðbragðsaðilum sem hafa unnið við afar erfiðar aðstæður síðustu daga. Slökkvum á óþarfa ljósum eins og jólaljósum og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir skömmtun.
Dear recipents - LET'S SAVE OUR ELECTRICITY. Everyone that has been working day and night to make sure we have electricity again in Dalvík and Svarfaðardalur valley deserve a huge compliment. It is neccesary for everyone to try to save the electricity that they have managed to secure us by turning off all lights that aren't a neccesity, for example christmas lights. If we all follow these instructions then maybe we will avoid having to get electricity in small doses each time.
Hluti af frétt af mbl.is:
Starfmenn Rarik á Norðurlandi hafa verið að undanfarna sólarhringa og margir unnið sleitulaust allan sólarhringinn. Þrátt fyrir að enn vanti töluvert upp á að koma rafmagni á í fjórðungnum hafa margir litlir sigrar verið unnir í gærkvöldi og nótt, segir vaktmaður hjá Rarik. „Það var mikil gleði þegar okkur tókst að setja varaafl á stóran hlut Dalvíkur þó svo fyrirtæki séu ekki komin með rafmagn, “ segir hann í samtali við blaðamann mbl.is.
Rafmagn Dalvíkinga kemur til flestra frá varðskipinu Þór.
Staðan þar og annars staðar verður endurmetin með morgninum en búið er að hleypa rafmagni á öll heimili í bænum. Enn eru einhverjir dagar í að viðgerð verði lokið á Dalvíkurlínu . Mögulegt er að skammta þurfi rafmagn. Því er mjög mikilvægt að notendur fari sparlega með rafmagn svo hægt verði að komast hjá skömmtun.