Spjallfundur um fræðasetur.

Spjallfundur um fræðasetur.

Í gærmorgun var haldin morgunverðarfundur á Húsabakka þar sem uppbygging fræðaseturs var umræðuefnið. Þar sem aðhalds er gætt í hvívetna í verkefninu þótti upplagt að nota tækifærið þegar vitað var af málsmetandi mönnum á sviða náttúrufræði og sögu norðan heiða í tilefni gangna og rétta. Því var blásið til fundar á mánudagsmorgni áður en hver héldi til síns heima aftur. Á fundinn mættu ásamt verkefnisstjóra, bæjarstóra og nokkrum háskólamönnum af svæðinu þau  Árni Daníel Júlíusson og Aðaheiður Lilja Guðmundsdóttir frá Reykjavíkur Akademíunni en þau tengjast bæði hinu svokallaða Svartárkotsverkefni. Aðalheiður kynnti þar hugmyndina um menntaferðasetur en Náttúrusetrið á Húsabakka er samstarfsaðili að því verkefni. Í stuttu máli gengur hugmyndin út á það að flytja akademíska sarfsemi til fræðasetra út um land, m.a. með því að bjóða innlendum og erlendum háskólanemum upp á námskeið á vettvangi. Forsenda fyrir því er að rannsóknarstörf séu stunduð á svæðinu og niðurstöður þeirra aðgengilegar. Náið samstarf við ferðaþjónustuna raunar hvers kyns þjónustu á staðnum er einnig lykilhugsun á bak við menntaferðasetur.

Í Svartárkoti í Bárðardal er orðin til töluverð reynsla í að flytja inn erlenda stúdenta og bjóða þeim upp á  námskeið m.a. á sviði byggðasögu með vettvangsferðum og fjölbreyttum fyrirlesurum  sem þeir fá metin til eininga í háskólanámi sínu.  Talað hefur verið um menntaferðamennsku í þessu sambandi og er ljóst að þar liggja miklir möguleikar til framtíðar. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur er kennslustjóri í Svatrárkotsverkefninu. Segir hann Húsabakka hafa upp á allt að bjóða fyrir slíka starfsemi og ekki eftir neinu að nýta sér það

 
Aðalheiður og Árni Daníel

.