Sorp á víðavangi

Sorp á víðavangi

Að gefnu tilefni viljum við benda á að það er ekki sæmandi að henda sorpi á víðavangi. Því miður hefur það orðið raunin á Hauganesi. Þar hefur timbri verið safnað í brennu á ákveðnum stað og byrjað á því á haustin. Nú ber svo við að á brennustæðinu hefur nú þegar myndast haugur af rusli af öllu tagi, meðal annars rusli sem á ekki heima í brennu, og er af þessu mikið lýti. Þetta stingur í stúf við samfélagið á Hauganesi þar sem íbúar leggja sig fram um að hafa snyrtilegt í kringum sig.


Þetta svæði er ekki ruslalosunarsvæði heldur þarf að koma rusli á gámasvæði eða semja um að það verði settur gámur tímabundið á staðinn.


Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.