23. maí 2008
Söngtónleikar í Ketilhúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. júní kl 17:00 Fram koma fimm ungir einsöngvarar af norðurlandi, sem stundað hafa nám við Söngskóla Sigurðar Demetz og eru fjögur þeirra að ljúka burtfararprófi nú í vor. Þetta eru þau: Lilja Guðmundsdóttir, frá Kópaskeri, María Vilborg Guðbergsdóttir úr Svarfaðardal, Sigurður Þengilsson, Sveinn Dúa Hjörleifsson og Unnur Helga Möller frá Akureyri. Meðleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir Á efnisskránni eru meðal annars íslensk sönglög, óperu-aríur og dúettar og má þar nefna: Nessun Dorma úr Turandot. Glitter and be Gay, úr Candide eftir Bernstein. Perlukafaraarían úr Perluköfurunum eftir Bizet. Bréfadúettinn úr Brúðkaupi Figarós. Kertadúettinn úr La Bohéme og margt fleira. Miðverð er kr. 1.500. ATH. ekki er tekið við kortum.